HREINSUN OG MEÐHÖNDLUN Á ÁKLÆÐI

Forvarnir:
A) Forðist óhóflegt sólarljós.
B) Ryksugið eða burstið laus óhreinindi áður en þau festast í áklæðinu.
C) Hreinsið óhreinindi eins fljótt og auðið er – Notið rakan rakadrægan klút eða svamp. Nuggið aldrei heldur reynið að draga óhreinindin út með klútnum. Byrjið yst og færið ykkur svo innar.

Meðhöndlun á ýmsum gerðum af óhreinindum:
Óhreinindi eru af tvennum toga þ.e.
A. Vatnsleysanleg (td. tómatsósa, vín, gosdrykkir o.fl). – Þar skal nota áklæðalöður (shampoo) 2% upplausn af uppþvottalegi eða blöndu af ammoníaki (2 matsk. á móti 1 lít. af vatni).
B. Olíuuppleysanleg (t.d. smjör, feiti, olíur o.fl.). – Þar skal nota milt, hreint þurrhreinsiduft (eða vökva) og skal í báðum tilfellum (A & B) væta blettinn og/eða óhreinindin með rökum klút (eða svampi) og reyna að láta klútinn draga sem mest af óhreinindunum í sig. Bent skal á að til eru ýmsar gerðir af undraefnum í verslunum (t.d. dab-it-off, mr. muscle o.fl.).

HVERNIG SKAL FJARLÆGJA ÝMSAR GERÐIR AF ÓHREININDUM
Kaffi og súkkulaði: Vætið klút eða svamp með volgu vatni.
Gos, vín, mjólk: Fylgið lið A hér að ofan.
Feiti, olía, túss: Fylgið lið B hér að ofan.
Blóð: 2 matsk. af salti í 1 lit. af vatni og sé blettur þrálátur skal fylgja lið A.
Kertavax: Skrapið varlega af með bitlitlum hníf og fylgið B eða látið nokkur lög af eldhúsrúllupappír yfir blett og strauið.
Ávextir: Vætið með köldu vatni.
Blek: Fylgið lið A.
Mold, leðja: Fjarlægið eins mikið og hægt er með bitlitlum hníf. Leyfið að þorna og ryksugið – ef ekki nægjanlegt fylgið lið A.
Blý: Fylgið lið B.
Þvag, sviti: Fylgið lið A – og síðan ammoníkblöndu hér að ofan.
Æla: Fjarlægið sem mest með hníf, vætið síðan í köldu vatni og fylgið síðan lið A.

ÞVOTTALEIÐBEININGAR

Martindale próf
Þetta er mæliaðferð til að mæla slitstyrk áklæðis skv. breska staðlinum BS.5690. Sýninu er núið við staðaláklæði með fram og aftur hreyfingum með álaginu 12 kN/m. 4 tilraunir eru gerðar og fæst ákveðið gildi þegar 2 þræðir slitna. Gildi yfir 25000 eru fyrir mikla notkun.

Vindlinga próf
Mæliaðferð skv. staðlinum BS.5852 – part 1. Tendrað er í vindlingi og hann staðsettur í stól, þar sem bak og seta mætast og þó minnst 50 mm frá endum. Stóll er athugaður 1 klst. eftir að tendrað hefur verið í vindlingi.

Ljósnæmni próf
Ljósnæmni efnis er mæld skv. alþjóðastaðlinum ISO 105 B02, en þar er sýni sett undir Xenon-lampa ásamt 8 litasýnum og er ljósnæmni sýna borin saman og er skalinn frá 1-8, þar sem 8 er best (8 er 100% betra en 7 o.s.frv.).

Sjá má frekari upplýsingar á heimasíðu Iðntæknistofnunar www.iti.is

Meðferðarmerkingar – sjá þvottaleiðbeiningar

SKAMMSTAFANIR Á EFNAHEITUM
Rautt = gerfiefniSvart = náttúruefni

Skammst.

Enska

Íslenska

AC/CA

Acetate

Acetat

MA/MAC

Modaacrylic

Modakrýl

PA

Polyamid (Nylon)

Políamíð

PC/PAN

Acrylic

Akrýl

PE

Polyethylene

Pólíeþilen

PL/PES

Polyester

Pólíester

PP

Polypropylene

Pólíprópílen

PVC/CLF

Polyvinylchloride

Pólívínilklóríð

VI/CV

Viscose

Viskós

RY

Rayon

Rajon

WO

Wool

Ull

WM

Mohair

Móhár

CO

Cotton

Bómull (baðmull)

WV

Virgin Wool

Virgin ull

LI

Linen

Lín (hör)

SE

Silk

Silki